Leita í fréttum mbl.is

Ný bók mín um norđurslóđastríđiđ

Ţađ sem af er árinu hef ég unniđ ađ ritun nýrrar bókar. Hún er nú komin út og hefur veriđ dreift í verslanir.  Bókin heitir Návígi á norđurslóđum - Íshafsskipalestirnar og ófriđurinn 1942-1945

 

Á baksíđu bókarinnar stendur:

 

Adolf Hitler leit svo á ađ norđurslóđir vćru örlagasvćđi seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann óttađist innrás í Noreg frá Íslandi. Stórveldin léku flókna refskák ţar sem saman fóru njósnir, blekkingar og blóđugur hernađur. Litlu munađi ađ Churchill, Roosevelt og Stalín hittust til fyrsta leiđtogafundar síns í Hvalfirđi. Miklir skipalestaflutningar fóru sem fyrr um hafsvćđin viđ Ísland. Rauđi herinn fékk ţađ sem til ţurfti svo sigra mćtti heri nasista. Austur-Evrópa féll í hendur Stalíns og félaga hans. Sovétríkin héldu velli. Siglingum Íshafsskipalestanna fylgdu hatrammar orrustur Bandamanna viđ herskip og kafbáta Ţjóđverja auk árása á Noreg. Stćrstu herskipum Ţjóđverja var ađ lokum eytt í einum mestu flotaađgerđum sögunnar. Ţjóđverjar brenndu niđur byggđir Norđur-Noregs og hröktu íbúana á brott. Lega Íslands skipti höfuđmáli í ţessum ofsafengnu átökum ţar sem allt var lagt undir í baráttu um flutningaleiđir og ađgengi ađ auđlindum. Valdahlutföll á norđurslóđum gerbreyttust. Kalda stríđiđ hófst.

Bókin er sjálfstćtt framhald Dauđans í Dumbshafi (2011). Sú bók hlaut mjög góđar viđtökur lesenda og einróma lof gagnrýnenda. Návígi á norđurslóđum er sneisafull af upplýsingum um ótrúlega atburđi sem gerđust í nćsta nágrenni Íslands á mestu örlagatímum í sögu mannkyns en hafa ekki komiđ fram á íslensku fyrr en nú. Međ ţessari bók lýkur höfundur ritun sinni á sögu norđurslóđastríđsins á árum seinni heimsstyrjaldar. Báđar bćkurnar varpa nýjum skilningi á sögu seinni heimsstyrjaldar. Ţćr eru  ómissandi öllu áhugafólki um sagnfrćđi, stjórnmál og ćsispennandi viđburđi.

 

Međ ţví ađ smella hérna má svo skođa og lesa sýnishorn af bókinni ţađ er kápu, efnisyfirlit og nokkrar síđur af meginmáli og ljósmyndaţyrpingum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband