Leita ķ fréttum mbl.is

Frį Ķslandi til tortķmingar og dauša

Hér er fręgt atriši śr kvikmyndinni Frišžęging (Atonement) frį 2007. Hśn var gerš eftir skįldsögu Ian McEwan. Žaš sżnir glundrošann į ströndinni ķ Dunkirk ķ Frakklandi žegar Bretar voru aš flytja herliš sitt žašan og yfir Ermarsund til Bretlands į flótta undan herafla Žjóšverja dagana 24. maķ til 4. jśnķ 1940.

Ķ upphafi žessa magnaša myndskeišs, sem er kvikmyndafręšilegt afrek tekiš ķ einu rennsli, gengur reišilegur lišsforingi um og svarar spurningum um žaš hver stašan sé?

"Viš misstum žrjś žśsund menn žegar žeir sökktu Lancastriu. Yfirstjórn hersins neitar okkur um flugvernd. Djöfulsins klśšur," segir hann og žrammar įfram.

Og allt ķ kring ķ žessari senu sjįum viš birtingarmyndir glundroša hins sigraša hers sem situr ķ reišuleysi į ströndinni og bķšur örlaga sinna.

En viš skulum ašeins staldra viš žetta sem hann segir um Lancastriu žvķ žaš er skip sem kemur mjög viš sögu ķ III. žętti nżrrar bókar minnar Vargaldar į vķgaslóš. 

Žetta skip flutti fyrsta alvöru setulišsheraflann meš bśnaši til Ķslands og lį viš festar į ytri höfninni ķ Reykjavķk 17. til 21. maķ 1940. Sķšan fór žaš til Noregs aš sękja breska hermenn sem žurfti aš rżma žašan žar sem landiš var aš falla ķ hendur Žjóšverja. Eftir žetta fór Lancastria til St. Nazaire ķ sušvestur Frakklandi til aš bjarga herafla og flóttafólki žašan til Bretlands.

En žarna lauk sögu žessa skips sem hafši réttum mįnuši įšur veriš ķ Reykjavķk. Žżsk flugvél gerši loftįrįs į skipiš žar sem žaš var trošfullt af fólki og sökkti žvķ. Manntjóniš varš grķšarlegt. Tališ er aš fjögur til fimm žśsund hafi lįtiš lķfiš. Žetta er mesta manntjón ķ einum skipsskaša ķ sögu Bretaveldis.

Žar sem žetta geršist 17. jśnķ en rżmingin ķ Dunkirk var framkvęmd hįlfum mįnuši til žremur vikum fyrr, žį standast orš lišsforingjans ķ atrišinu śr kvikmyndinni Frišžęging sem nefnt er hér ķ upphafi, ekki sagnfręšilega rżni en lįtum žaš liggja milli hluta.

Žaš sem ég vil hins vegar sagt hafa er žaš aš ķ III. žętti "Frį Ķslandi til tortķmingar og dauša" er sögš saga hörmulegra endaloka Ķslandsfarsins Lancastriu. Žar er lķka frįsögnin af žvķ žegar Frakkland féll endanlega žessa dimmu jśnķdaga og leifar breska hersins voru aš reyna aš flżja heim ķ ašgerš sem svipaši mjög til žeirrar sem hafši įtt sér staš ķ Dunkirk. Įstandiš var svipaš žvķ sem sjį mį ķ strandsenunni ķ bķómyndinni Frišžęging hér fyrir ofan. 

Hvern hefši grunaš aš Lancastria sem lį į ytri höfninni ķ Reykjavķk nokkra maķdaga 1940 yrši ašeins mįnuši sķšar aš blóšvelli žśsunda manna, kvenna og barna ķ mynni Leirufljóts viš St. Nazaire sušur ķ Frakklandi?

Lesiš um žetta ķ Vargöld į vķgaslóš - Frįsagnir tengdar Ķslandi śr seinni heimsstyrjöldinni. 

Hér fyrir nešan er svo fréttamyndskeiš af Lancastriu tekiš ķ heimaborg hennar Liverpool fyrir strķš, žar sem skipiš hafši siglt upp į sandrif ķ mynni Mersey-fljóts.


Bloggfęrslur 5. desember 2017

Höfundur

Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband