Leita í fréttum mbl.is

Myndband: Lesiđ úr bókinni Vargöld á vígaslóđ

Ţann 10. nóvember síđastliđinn fjallađi ég um nýju bókina mína Vargöld á vígaslóđ í ţćttinum Jólabćkurnar á Útvarpi Sögu. Ég rćddi um sjálfa bókina og las síđan stuttan kafla úr henni.

Friđţjófur Helgason kvikmyndagerđamađur festi ţetta á filmu í hljóđstofu Útvaps Sögu og hann hefur síđan myndskreytt upptökuna međ ríkulegum hćtti.

Sjón er sögu ríkari: 

 


Vargöld dynur yfir á vígaslóđ

Ísland var eitt mikilvćgasta vígi Bandamanna ţegar stađan í seinni heimsstyrjöldinni var sem tvísýnust 1940–1942. Ţá urđu miklir atburđir sem ófust međ ýmsu móti saman viđ sögu ţjóđarinnar.

Ný bók mín sem ber heitiđ „Vargöld á vígaslóđ – frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni“ greinir frá nokkrum slíkum ţáttum.

  • Bretar náđu glćnýjum ţýskum kafbáti undan Suđurlandi síđla sumars 1941, tóku áhöfnina til fanga og fćrđu bátinn til Hvalfjarđar. Ađstađan á Íslandi var lykillinn ađ ţví ađ ţetta tókst.
  • Fyrsta sjóorrusta stríđsins var háđ undan Hornafirđi í byrjun vetrar 1939. Hundruđum manna var slátrađ.
  • Mesti skipskađi í sögu Bretaveldis varđ er bresku liđsflutningaskipi var sökkt viđ Frakkland í júní 1940. Nokkrum dögum fyrr flutti skipiđ fyrstu bresku hermennina til Íslands.
  • Viđgerđaskipiđ Hecla kom glćnýtt til Íslands í júlí 1941 og lá í Hvalfirđi. Ţýskur kafbátur sökkti skipinu síđar og hlaust af mikiđ manntjón.
  • Hernám Íslands hafđi djúpstćđ áhrif á íslensk börn. Valinkunnir Íslendingar sem ólust upp á Vesturlandi rifja upp reynslu sína af stríđsárunum á mótunarárum bernsku og ćsku.

Á nćstunni ćtla ég ađ birta nokkra kafla úr bókinni hér á ţessari vefgátt, auk fróđleiks sem tengist henni. Á vefsetri mínu magnusthor.is má reyndar lesa kafla úr henni sem ég birti í gćr. Smelliđ hér. 

Hérna neđst má svo skođa sýnishorn af bókinni međ ţví ađ smella á miđju myndarinnar.

Ţarna er efnisyfirlit, inngangur, upphaf I. ţáttar og sýnishorn af myndum en ţćr eru mjög margar eđa alls um 130 talsins. Margar ţeirra eru einstakar og mjög merkilegar. Svo eru líka kort sem sýna hvar atburđir gerđust.

Heilt yfir tel ég ađ ţessi bók hafi ótal margt nýtt fram ađ fćra á íslensku hvađ varđar hlut Íslands í seinni heimsstyrjöldinni. Ég er sáttur međ gripinn:

Hvur veit nema mađur byrji svo ađ skrifa pistla um ţjóđfélagsmál á nýjan leik hér inni - eftir langt hlé?


Bloggfćrslur 2. desember 2017

Höfundur

Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband